Ofanflóðavarnir Patreksfirði

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur fyrir hönd Vesturbyggðar og Ofanflóðasjóðs boðið út verkið: Ofanflóðavarnir Patreksfirði – Urðir, Hólar og Mýrar. Verkið felst í gerð snjóflóðavarnargarða ofan við byggðina á Patreksfirði. Í verkinu felst einnig flutningur trjágróðurs, mótun yfirborðs skeringa flóðmegin við garða, gerð vinnuvega, varanlegra slóða, gangstíga og tröppustíga og áningarstaða, gerð drenskurða, táskurða og lagning ræsa, formun vatnsfarvega, jöfnun yfirborðs og frágangur og fleira. Þá felst einnig í verkinu að færa hitaveitulögn Orkubús Vestfjarða (OV), vatnslögn sveitarfélagsins og strengi í eigu OV og Mílu. Fram kemur í útboðinu að um sé að ræða 4600 metra af vegslóðum og göngustígum, 280 þúsund rúmmetrar af fyllingum og jöfnun yfirborðs á 100 þúsund fermetrum. Verkinu skal lokið 1. desember 2023 og tilboð verða opnuð 27. ágúst nk.

 

DEILA