Mýrarboltinn í Bolungavík

Keppnin í Mýrarbolta fór fram í Bolungavík á laugardaginn í góðu veðri. Sex lið mættu til keppni samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta og var ekki annað að sjá en að keppendur hefðu gaman af því að reyna að leika knattspyrnu í moldarflagi. Tókst þeim oft á tíðum ótrúlega vel upp miðað við aðstæður.

Heldur hefur dregið úr vinsældum mýrarboltans síðustu ár en um eitt hundrað lið voru þegar mest var. Fyrsta mótið var 2004 og  var það á Ísafirði fram til 2017 að keppnin futtist til Bolungavíkur.

DEILA