Hrafnseyri – Safn Jóns Sigurðssonar

Að sögn Ólafar Bjarkar Oddsdóttur sem sér um að reka kaffihús á Hrafnseyri hafa heldur fleiri ferðamenn komið að Hrafnseyri í sumar en í fyrra og á það bæði við um Safn Jóns Sigurðssonar sem þar er og kaffihúsið sem rekið er samhliða. Síðustu tvær vikur hafa fimm manns unnið að fornleifarannsóknum þar og á Auðkúlu undir stjórn Margrétar Hallmundsdóttur. Um er að ræða framhald á verki sem unnið hefur verið að undanfarin ár.
Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri er opið alla daga frá 1 júní til 8 september frá kl 11-18 og á öðrum tímum eftir samkomulagi.