Göngufólkið á Hornströndum: fjarskiptasambandið vandamálið

Frá komu Gísla Jóns til Ísafjarðar með göngufólkið.

Benedikt Sigurðsson, tónlistarmaður í Bolungavík segir að ekkert hafi amað að göngufólkinu en vandamálið hafi verið þoka og skortur á fjarskiptasambandi. Benedikt var á göngu ásamt eiginkonu sinni og öðrum hjónum um Hornstrandir. Í gær  fóru þau í Hrafnsfjörð og ætluðu að ganga yfir Skorarheiði til Reykjarfjarðar.  Gangan gekk vel yfir heiðina og ofan í Furufjörð.  Þá fór þokan að gera þeim erfitt fyrir og lentu þau í vandræðum á leiðinni upp úr Furufirðingum austanverðum og lentu þar í hálfgerðri sjálfheldu.

Að sögn Benedikts dvöldu þau þar í 5 – 6 klst og fór hann á meðan aftur ofan í Furufjörð og síðan upp aftur á heiðina að leita að stað þar sem hann næði sambandi í gegnum talstöð sem hann var með en án árangurs lengi vel. Það var ekki fyrr en Benedikt var við vatnið sem er á heiðinni að hann náði sambandi við Kobba Láka sem þá var kominn í Hrafnsfjörð.

Í sjálfu sér amaði ekki að göngufólkinu segir Benedikt og þau hefði farið aftur ofan í Hrafnsfjörð og gist þar ef leitarmenn hefðu ekki verið komnir.

DEILA