Gjörningar á Ströndum

Stórt bjarg féll á veginn norður í Árneshrepp um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Vegurinn fyrir Kaldbakshorn og Birgisvíkurfjall varð ófær um tíma í gærkvöld vegna grjóthruns. Mikið vatnsveður gengur nú yfir norðanvert landið og lækir og ár í miklum vexti. Skriður hafa fallið á nokkrum stöðum norðanlands. Vegurinn norður í Árneshrepp í Strandasýslu lokaðist í gærkvöld vegna grjóthruns beggja vegna Kaldbaksvíkur. Stórt bjarg fell þar á veginn sem krækja þurfti fyrir til að komast leiðar sinnar. Vegurinn er nú fær, samkvæmt vef Vegagerðarinnar, en enn er hætta á grjóthruni.

 

Rok og rigning er enn á Ströndum, norðan 8-15 metrar á sekúndu með verulegri úrkomu og hita kringum 7 gráður.