Það verður toppslagur í 13. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu á Torfnesvelli í dag kl 14. Vestri, sem er í 3. sæti mætir Selfoss sem er í 2. sæti, tveimur stigum á undan Vestra.
Efstir eru Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði með 25 stig og hafa þeir lokið leik sínum í 13. umferðinni. Selfoss er með 23 stig og vestri 21 stig. Tvö efstu liðin vinna sér sæti í 1. deildinni.
Vestri gerði góða ferð til Selfoss í 2. umferð og vann óvænt 2:1. Vestra hefur gengið vel gegn efstu liðum en hefur tapað leikjum gegn neðstu liðum.
Með sigri í dag næði Vestri 2. sætinu af Selfoss.