Skógræktarfélagið vill rækta Hafrafellsháls

Skógræktrafélag ísafjarðar hefru sótt um til Ísafjarðarbæjar að fá land á Hafrafellshálsi til ræktunar.  Félagið plantaði í Hafrafellshálsinn Holtahverfismegin frá 1990 í ca 3 ár með góðum árangri. Núna er sótt um 2,3 ha svæði og er ætlunin a planta í hálsinn á svæði sem blasir við þegar komið er inn í bæinn og gera það álitlegra.

Landið er frekar rýrt, segir í erindi Skógræktarfélagsins, og yrði einkum plantað furu og birki. Æskilegt er að neðri hluti vegarins sem gerður var vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir fái að vera og verði skógarstígur. Gróðursett yrði undi rmerkjum landgræðsluskóga.

Þá er bent á í bréfinu á þann möguleika að planta meira í hálsinn og fela þannig betur bráðabirgðaveginn vegna snjóflóðavarna. Líklegt er talið að hægt verði að fá Ofanflóðasjóð til þess að styrkja þá framkvæmd. Yrði það betri leið en að reyna að afmá veginn sem myndi kalla á frekara raks. Lýsir Skógræktarfélag Ísfirðinga áhuga á að koma að slíku átaki ef áhugi er á því hjá sveitarfélaginu.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið og leggja það aftur fyrir.