Skemmdir af eldi í Tangagötu

Í kvöld kom upp eldur í verkfæraskúr við Tangagötu 20 Ísafirði og brann hann illa. Slökkvilið kom skjótt á vettvang og tókst af slökkva eldinn og koma í veg fyrir meiriháttar tjón. Engu að síður urðu nokkrar skemmdir vegna eldsins og ekki síður vegna reyks.  Ljóst er þó að betur fór en á horfðist. Húsráðendum var eðlilega verulega brugðið. Eldsupptök eru ókunn.