Oddviti Árneshrepps: Verulegir léttir

Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps segir að úrskurður Úrskurðarnefndarinnar sé verulegir léttir. „Ég er  ánægð með þetta svo langt sem það nær, en það á eftir að skera úr um aðalatriðin í kærunum.“

Úrskurðarnefndin segir í úrskurðinum að fyrirhugaðar framkvæmdir í sumar valdi ekki þeirri „hættu á óafturkræfu tjóni að leiði eigi til stöðvunar framkvæmda á meðan málið er til efnislegrar meðferðar fyrir nefndinni“ og gerir ráð fyrir að nefndin hafi lokið efnislegri meðferð áður en framkvæmdir hefjast næsta vor 2020.

Eva segir að hreppsnefndin hafi verið að feta í fórspor fyrri hreppsnefnda Árneshrepps  sem hafi stutt áform um virkjun á svæðinu. „Allt byggist þetta á Rammaáætlun Alþingis og við störfum innan þess ramma.“