MMR ferðavenjur: 10 – 15% munur á venjum eftir búsetu

Staður í Aðalvík.

MMR hefur birt könnun um ferðavenjur Íslendinga. Spurt var hvort viðkomandi ætlaði að ferðast innanlands eða utan í sumarfríinu.

Um 38% sögðust ætla að ferðast innanlands, sem er svipað hlutfall og síðustu 4 ár en um 15% lægra hlutfall en var á árunum eftir bankahrunið 2008. Til útlanda ætla 12% að ferðast,  40% ætla að gera hvort tveggja og 10% ekki að gera neitt.

Meginbreytingarnar síðustu árin er að þeim fjölgar sem ætla að gera hvort tveggja en þeim fækkar sem ætla eingöngu að ferðast utanlands.

Mismunur eftir búsetu

En eins og í mörgum öðrum könnunum MMR kemru fram marktækur munur milli hegðunar fólks á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Íbúar reyndust landsbyggðarinnar (44%) líklegri en þeir af höfuðborgarsvæðinu (34%) til að segjast eingöngu ætla að ferðast innanlands í sumar en svarendur af höfuðborgarsvæðinu reyndust líklegri til að segjast ætla að ferðast bæði innanlands og utan (45%) heldur en svarendur af landsbyggðinni (30%).

Þarna er munurinn um 10% sem er svipað og komið hefur fram í öðrum könnum um gerólík efni.

DEILA