Kvöldsigling á Þingeyri

Þegar tónlistarhátíðin á Þingeyri  stóð sem hæst í gærkvöldi sigldi fallegur bátur inn fjörðinn í kvöldsólinni og lagðist að bryggju.

Þarna var á ferð báturinn Haukur HF 50, dragnótabátur sem er 69 brúttótonn, skráður í Hafnarfirði.  Haukur HF 50 er smíðaður 1972 í Bátalóni í Hafnarfirði.

Á bátnum er lítilsháttar kvóti af rækju við Snæfellsnes.

Eigandi er Björg Seafood ehf, fyrirtæki sem skráð er á Akureyri.