Kristinn H. Gunnarsson og bb.is

Kristinn H. Gunnarsson. Teikning: Ómar Smári Kristinsson í Garðaríki. Ásgeir G. Överby. Ljósm. Hallgr. Sveinsson.

Kristinn H. Gunnarsson hefur ritstýrt vestfirska vefmiðlinum bb.is um nokkurt skeið. Er skemmst frá því að segja að þar hefur honum tekist afbragðs vel upp að margra dómi. Er vandséð að það verði betur gert. Og þeir sem til þekkja, vita, að slíkir netfjölmiðlar eru mjög erfiðir í rekstri.

Í bb.is er umræða dagsins hér fyrir vestan og eru þar margir kallaðir. Og „kommentararnir“, maður lifandi! Þeir eru auðvitað misvitrir eins og Hallgerður sagði um spekinginn Njál. En þar er einn sem er algjörlega ómissandi. Líklega sá fjölhæfasti á landinu. Vinur er sá er til vamms segir! Fróður maður og kurteis. Það er auðvitað hann Ásgeir G. Överby.

 

Ekki er annað að sjá en bb.is sé opið fyrir öllum sem vilja tjá sig á annað borð um menn og málefni. Má vel líkja því við vinnubrögðin sem tíðkast á Morgunblaðinu. Þar tjáir almenningur sig um áhugamál sín. Og pólitíkusar úr hvaða horni sem er hafa þar greiðan aðgang. Hallast þar ekkert á milli þessara tveggja fjölmiðla.

                            Hallgrímur Sveinsson

DEILA