Hlaupahátíðin: tvær greinar í gær og góð þátttaka

Samhent fjölskylda kemur í mark í Arnarneshlaupinu.

Keppt var í tveimur greinum á Hlaupahátíðinni á Vestfjörðum í gær. Fyrst var keppt í sjósundi. Synt var frá aðstöðu Sæfara. Í 500 metra sjósundi var mjög þátttaka eða  53 keppendur. Jakob Daníelsson, Ísafirði sigraði í karlaflokki og Anna María Daníesdóttir, einnig frá Ísafirði varð fyrst kvenna. Einnig var keppt í 150 metra sjósundi og þar voru 6 keppendur. Gylfi Örn Gylfason og Karen Mist Arngeirsdóttir urðu hlutskörpust.

Þá var í gærkvöldi Arnarsneshlaupið. Keppt var í tveimur vegalengdum 10 km og 21 km.

47 keppendur luku keppni í 10 km vegalengdinni. Fyrst komu í mark Vilhjálmur Þór Svansson af körlunum og Elín Edda Sigurðardóttir af konunum.

Í hálfmaraþoninu voru 11 keppendur. Sigurjón Ernir Sturluson var fyrstur karla og  Katrín Sif Kristbjörnsdóttir fyrst kvenna.

Veitt voru verðlaun eftir aldurflokkum þannig að sigurvegarar eru mun fleiri en hér hefur verið tíundað.

Í dag verður keppt í Dýrafirði hjólreiðar og skemmtiskokk með  útijóga, vöfflubakstri og fleira skemmtilegu við sundlaugina á Þingeyri.

Frá sjósundinu.
Mynd: Hlaupahátíðin á Vetsfjörðum.
Vaskir keppendur í Arnarneshlaupinu.
DEILA