Hlaupahátíðin hófst í gær

Karitas Ingimarsdóttir kemur í mark í Skálavíkurhlaupinu.

Hlaupahátíðin á Vestfjörðum hófst í gær með 12 km Skálavíkurhlaupi og 19 km Skálavíkurhjólreiðum. Í báðum greinum hófst keppnin í Skálavík og lauk við Sundlaug Bolungavíkur. Í hjólreiðunum voru 5 keppendur og varð Jóhann Thorarensen fyrstur karla og Anna María Daníelsdóttir fyrst kvenna.

Fimmtán keppendur voru í hlaupinu og þar varð fyrstur karla Gylfi Örn Gylfason og Harpa Víðisdóttir varð fyrst kvenna.

Í dag verður keppt í fimm greinum og að sögn forsvarsmanna hlaupsins verður mjög góð þátttaka.

Dagskráin er þessi:

  • Kl. 16:00 Sjósund 1500 m
  • Kl. 16:00 Sjósund 500 m
  • Kl. 20:00 Arnarneshlaup 21 km
  • Kl. 21.00 Arnarneshlaup 10 km
  • kl. 22.15 Verðlaunaafhending á Silfurtorgi fyrir Arnarneshlaup

Keppnin heldur svo áfram á morgun og sunnudag. Það eru Riddarar Rósu sem standa fyrir hátíðinni og hafa gert síðustu 10 árin.

Fjallahjólreiðar

Íslandsmeistaramótið í fjallahjólreiðum (XCO) sem haldið er á skíðagöngusvæðinu Seljalandsdal er haldið af Vestri hjólreiðar á Ísafirði.

DEILA