Drangsnes: sveitarfélagið byggir tveggja íbúða parhús

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt að hefja byggingu á tveggja íbúða parhúsi við Holtagötu 6-8 Drangsnesi. Finnur Ólafsson, oddviti sagði í samtali við Bæjarins besta að þetta væri svipað hús og byggt var fyrir fimm árum. Um er að ræða 95 fermetra íbúðir með þremur svefnherbergjum.

 

Finnur segir að verið sé að bregðast við gríðarlegri eftirspurn eftir húsnæði, en það vantar fólk til starfa hjá atvinnufyrirtækjum þorpsins.

Hefja á framkvæmdir þegar á þessu ári og gert ráð fyrir að ljúka byggingunni á næsta ári. Ætlunin er að selja íbúðirnar,, aðra eða báðar. Kostnaður er áætlaðu 75 milljónir króna. Vonast er eftir þátttöku ríkisins síðar. Tekin verða lán til eins árs til að byrja með og ef íbúðirnar seljast ekki strax verður hugað að sölu annarra eigna.

DEILA