Djúpið: vegabætur skv. áætlun

Lagning nýs vegar í Hestfirði og Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi gengur samkvæmt áætlun að sögn Guðmundar Ólafssonar hjá Suðurverki ehf.  Um er að ræða 7 km langan veg frá Leiti í Hestfirði , yfir Eyrarhálsinn og út Seyðisfjörðinn að Eyri. Verklok eru áætluð í september 2020 “ á sama tíma og verklok eru í Dýrafjarðargöngunum“ segir Guðmundur.

Gert verður hlé á framkvæmdum yfir verslunarmannahelgina og hafist aftur handa þann 12. ágúst.

Um er að ræða að nokkru leyti nýjan veg. Yfir hálsinn er vegurinn lækkaður en hækkaður í hlíðunum báðum megin og þannig er veghallinn lækkaður og auk þess eru teknar af blindhæðir. Í Seyðisfirðinum er veglínunni breytt nokkuð.

Nýja veglínan Hestfjarðarmegin í Eiðinu.
Hér sést betur hvernig hallinn er minnkaður Hestfjarðarmegin.
vegurinn er lækkaður eftst á Eiðinu.