Bíldudals grænar baunir: fjölmenni og vel heppnuð hátíð

Jón Ólafsson, Bílddælingur og söngvari syngur ég er frjáls.

Hátíðin Bíldudals grænar baunir fór fram um helgina. Hefur hátíðin verið um árabil annað hvert ár og ávallt vel sótt af heimamönnum, brottfluttum og í vaxandi máli Vestfirðingum frá öðrum byggðarlögum. Mikill fjöldi var á Bíldudal og er varlega áætlað talið að nærri 1000 manns hafi verið á staðnum. Hámarki náði hátíðin á laugardagskvöldið með samkomu við Félagsheimilið Baldurshaga þar sem var spilað og sungið af mikilli list. Hápunkturinn var kannski þegar Jón Ólafsson, söngvari fór upp á svið og söng lagið ég er frjáls sem hljómsveitin Facon frá Bíldudal gerði landsfrægt skömmu fyrir 1970. Jón var söngvari hljómsveitarinnar og í henni var einnig Pétur Bjarnason, fyrrv fræðslustjóri sem samdi textann.

Bílddælingar Sverrir og Matthías
Bílddælingarnir Hannes og Jens.
Sjá mátti Patreksfirðinga.
og Flateyringa
og Bolvíkinga

 

DEILA