Bíldudals grænar baunir: fjölmenni og vel heppnuð hátíð

Hátíðin Bíldudals grænar baunir fór fram um helgina. Hefur hátíðin verið um árabil annað hvert ár og ávallt vel sótt af heimamönnum, brottfluttum og í vaxandi máli Vestfirðingum frá öðrum byggðarlögum. Mikill fjöldi var á Bíldudal og er varlega áætlað talið að nærri 1000 manns hafi verið á staðnum. Hámarki náði hátíðin á laugardagskvöldið með samkomu við Félagsheimilið Baldurshaga þar sem var spilað og sungið af mikilli list. Hápunkturinn var kannski þegar Jón Ólafsson, söngvari fór upp á svið og söng lagið ég er frjáls sem hljómsveitin Facon frá Bíldudal gerði landsfrægt skömmu fyrir 1970. Jón var söngvari hljómsveitarinnar og í henni var einnig Pétur Bjarnason, fyrrv fræðslustjóri sem samdi textann.

Bílddælingar Sverrir og Matthías
Bílddælingarnir Hannes og Jens.
Sjá mátti Patreksfirðinga.
og Flateyringa
og Bolvíkinga