Arnarfjörður á miðöldum: skáli á Auðkúlu

Myndin er af skálanum, tekin með dróna/Margrét Hrönn Hallmundsdóttir.

Rannsóknin Arnarfjörður á miðöldum hefur staðið yfir á vegum fornleifadeildar Náttúrustofu Vestfjarða síðan árið 2011. Rannsóknir hafa verið gerðar á Hrafnseyri og nú undarfarin ár á Auðkúlu.

Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur segir að á Auðkúlu standi yfir rannsóknir á skála sem er líklega hefur verið í byggð á tímabilinu  frá 900- 1100. „Skálinn er a.m.k 23 m langur og i sumar erum við að grafa gólfið í skálanum. Auk skálans hefur verið rannsakað járnvinnusvæði fyrir ofan skála, öskuhaugur og lítið bænhús og kirkjugarður, sem líklega er úr frumkristni. Mikið af gripum hefur fundist við rannsóknina sem benda til ríkrar efnismenningar. Mataræði íbúana hefur líka verið fjölbreyt því mikið magn að dýrabeinum fannst í öskuhaug auk beina úr fiskum, fuglum og hvölum. Rannsóknin í ár miðar að því að grafa upp gólf skálans en einnig verður haldið áfram með rannsóknir á Hrafnseyri og borkjarnarannsókn á Litla Tjaldanesi og er þetta allt liður í rannsóknini Arnarfjörður á miðöldum.“

Margrét segir að þetta sé aðeins smávegis um rannsóknina í ár en aðeins hefur verið grafið  í 2 daga í ár. Það eru 5 fornleifafræðingar sem starfa við rannsóknina í ár.

DEILA