Ný brú væntanleg á Hvalá

Eins og fram hefur komið hafa Vegagerðin og VesturVerk ehf. hafa gert samkomulag um að VesturVerk taki tímabundið við veghaldi Ófeigsfjarðarvegar í Árneshreppi. Samningur um veghaldið er liður í undirbúningi virkjunar Hvalár og gildir hann til fimm ára. Um er að ræða 20 km langan vegkafla frá Strandavegi að Hvalá.

Nú hefur Vesturverk ehf.  nú fest kaup á brú til að brúa Hvalá í Ófeigsfirði. Fyrir í firðinum er göngubrú nálægt ósum Hvalár en nýja brúin verður nokkuð ofar í ánni. Brúin er smíðuð í Bretlandi og er af gerðinni Mabey Compact 200. Hún er um 24 m að lengd og verður sett upp í sumar ef allt gengur eftir. Steyptir brúarstólpar verða beggja vegna ár en burðarþol brúarinnar þarf að vera gott til að bera akandi umferð og stór tæki.

Meðfylgjandi myndir sýna göngubrúna yfir Hvalá og  brúarstæðið nýja sem verður ofan við vatnsmælitækin sem sjást á myndinni.