Landsbyggðin hefur minni áhyggjur af hlýnun jarðar

MMR hefur birt könnun um áhyggjur landsmanna af hlýnun jarðar.

Áberandi munur er á afstöðu manna eftir búsetu. Á höfuðborgarsvæðinu hafa 72% miklar áhyggjur af hlýnun jarðar en á landsbyggðinni er hlutfallið 61% eða 11% lægra.

Á hinum endanum hafa 8% íbúa höfuðborgarsvæðisins llitlar áhyggjur en 16% á landsbygginni.

Konur eru mun áhyggjufyllri,en karlar en 76% kvenna hafa miklar áhyggjur en 60% karla.

Séu svörin greind eftir afstöðu til stjórnmálaflokka kemur mikill munur i ljós. 96% stuðningsmanna Samfylkingarinnar hafa miklar áhyggjur og 89% hjá Vinstri grænum. Aðeins 39% stuðningsmanna Miðflokksins hafa miklar áhyggjur og Framsóknarmenn eru líka frekar afslappaðir en 51% stuðningsmanna flokksins hafa miklar áhyggjur.

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 932 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 23. maí til 29. maí 2019

Spurt var hversu miklar eða litlar áhyggjur hefur þú af hlýnun jarðar?

DEILA