Kaflaskil í samgöngum en sótt að vestfiskum samfélögum

Hafdís Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga sagði í ræðu sinni við setningu 64. Fjórðungsþings, sem haldið var á þingeyri í maí, að sótt væri að vestfirskum samfélögum og að sveitarstjórnir yrðu að standa saman. Þá sagði hún að kaflaskil væru í samgöngumálum fjórðungsins með Dýrafjarðargöngunum.

Í ræðu hennar kom fram að hún vildi ræða stöðu og næstu skref í helstu málefnum
Vestfjarða og vestfirskra sveitarfélaga. Þar væru kaflaskil í samgöngumálum henni efst í huga nú þegar slegið hefur verið í gegn í Dýrafjarðargöngum. Hér væri dæmi um samstöðu og eindregna seiglu vestfirskra sveitarstjórnarmanna að hafa aldrei gefist upp fyrir verkefninu. Nú verði á sama hátt að fylgja eftir samgönguverkefnum í Gufudalssveit og víðar um Vestfirði. Eins yrði að efla samtal sveitarstjórnarmanna um önnur brýn úrlausnarefni líkt og í orkumálum og flutningsmálum raforku, í loftlagsmálum og í umhverfismálum. Í þessum málaflokkum væri sótt að vestfirskum samfélögum að hálfu ýmissa aðila og hér yrðu sveitarstjórnir að standa saman.

DEILA