Ísafjörður: Hafdís formaður bæjarráðs

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar var kosið nýtt bæjarráð.Hafdís Gunnarsdóttir var kosin sem formaður, Marzellíus Sveinbjörnsson er varaformaður og Arna Lára Jónsdóttir er fulltrúi minnihlutans, Ísafjarðarlistans.

Varamenn í bæjarráði eru: Sif Huld Albertsdóttir, Kristján Þór Kristjánsson og Aron
Guðmundsson.

Þá var líka kosin forysta fyrir bæjarstjórninni og er Kristján Þór Kristjánsson forseti bæjarstjórnar, Hafdís Gunnarsdóttir er 1. varaforseti bæjarstjórnar og Nanný Arna Guðmundsdóttir 2. varaforseti bæjarstjórnar.