Ísafjarðarbær: fasteignamatið hækkar langmest í Skutulsfirði

Hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis í Ísafjarðarbæ sker sig verulega frá þróun matsins annars staðar á Vestfjörðum að því leyti að hækkunin er miklu meiri þar en annars staðar.

Sundurliðun eftir byggðakjörnum í Ísafjarðbæ sýnir að hækkunin er fyrst og fremst í Skutulsfirði. Í nýrri byggð er hækkunin 18,4% frá 2018 og hækkunin er 10,1% í eldir byggð Skutulsfjarðar. Annar staðar innan sveitarfélagsins er hækkunin mun minni.

Mest þó á Flateyri 7,9%. Á Suðureyri er hækkunin 4,4%, á Þingeyri 2,5%, í Hnífsdal 2,1% og minnst í Ísafjarðarsýslu 0,6%.