Vestri hjólreiðar verða með opna vinnustofu á morgun

Vestri hjólreiðar verða með opna vinnustofu á morgun frá kl 17:00 í kjallaranum á Heimabyggð.

Félagsmenn hjólreiðadeildarinnar leiðbeina með einfalt viðhald hjólreiða, einnig verður hægt að koma með hjól í létt viðhald gegn vægum styrk til félagsins.

Kvöldið er liður í fjáröflun félagsins en verkefni sumarsins eru mörg, meðal annars fjölga hjólafélögum, byggja upp aðstöðu og halda tvö hjólreiðamót.

Sett verður upp þrautabraut fyrir börn og fólk sem hefur gaman að lífinu.

Viljum endilega sjá sem flesta viðra hjólin sín segir Heiða Jónsdóttir og bætir því við að  Hjólreiðadeildinni langi til að ná Ísfirðingum út á hjólin sín.

DEILA