Spánný ekkifrétt úr Auðkúluhreppi: Veðbankinn spáir 3. – 4. sæti!

Fréttaritari vor í  Auðkúluhreppi símar:

 

Veðbanki Auðkúluhrepps á Hjallkárseyri gaf það úr í dag kl. 14,05 að þeir þar á bæ spái kærleikslagi Hatara 3. – 4. sæti. Að sögn Gríms grallara bankastjóra, hefur lagið verið í mikilli sókn síðasta sólarhring í bankanum. Hefur keppnin aðallega verið milli Ástralíu, Kýpur, Sankti Kilda og Íslands í veðmálabókum bankans. Hollenska lagið er sem stendur í 5. – 6. sæti. Bókum bankans verður lokað á slaginu kl. 20,00 í kvöld eða kl. 8. Það er sem sagt enn sjens. Síminn er 1234-56789-0. Það er ekki gilt að senda tölvupóst segir bankastjórinn.

DEILA