Ísafjarðarbær: Símanotkun nemenda ekki vandamál

Það er mat skólastjórnenda í grunnskólum í Ísafjarðarbæ að símanotkun nemenda sé ekki vandamál, til staðar eru reglur um símanotkun sem stjórnendur telja að virki vel.

Þetta kemur fram í bókun Fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar á fundi hennar síðastliðinn fimmtudag. Tilefni bókunarinnar var erindi sem nefndinnii barst frá Birnu Lárusdóttur, foreldri barns við Grunnskólans á Ísafirði. Í bréfinu segir er því beint til fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar að hún hafi forgöngu um að grunnskólar sveitarfélagsins verði snjallsímalausir á skólatíma frá og með næsta hausti.

„Tillaga mín er sú að í góðu samráði við nemendur, kennara, foreldra og skólayfirvöld verði gerð tilraun til snjallsímaleysis í öllum árgöngum skólanna í eitt skólaár og árangurinn metinn að þeim tíma loknum.“ segir í erindinu.

Birna hefur um skeið talað fyrir snjallsímaleysi í Grunnskólanum á Ísafirði og segir að  fjölmargir foreldrar hafi tekið undir málflutning hennar,  „að því gefnu að nemendur megi áfram taka síma með í skólann svo hægt sé að ná í þá í lok skóladags.“

Þá segir Birna að kennarar við GÍ hafi haft  samband og „talið nauðsynlegt að grípa inn í þróun mála til að bæta skólabraginn, sem þeir telja að hafi breyst mjög til hins verra á skömmum tíma fyrir tilstilli snjallsímanna. Samskipti nemenda séu minni og
athygli nemenda skert þegar síminn er við hendina.“

Vísa Birna til Ölduselsskóla og Varmárskóla sem hafa valið að fara þessa leið.

Fræðslunefndin vísa til ofangreinds mats skólastjórenda í svari sínu til Birnu en gefur ekkert upp um afstöðu sína til málsins, annað en að hún segir að  „Fræðslunefnd telur mikilvægt að umræða um skjátíma og netnotkun barna og ungmenna sé haldið á lofti í samfélaginu.“

DEILA