Mugison tónleikar í Edinborgarhúsinu í kvöld

Það er orðið langt síðan Mugison spilaði síðast með hljómsveit í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Það er því ánægjulegt að hann ætlar að halda tónleika á Ísafirði í kvöld 10. maí og hefjast þeir kl 21. Mugison er um þessar mundir á tónleikaferð um landið og hefur hljómsveit meðferðis. Mugison tónleikar eru alltaf frábær upplifun og þessir tónleikar verða engin undantekning á því.

Hljómsveitina skipa
Rósa Sveinsdóttir á Saxafón og raddir,
Guðni Finnsson á bassa,
Tobbi Sig á hljómborð, gítar og bakraddir,
Arnar Gísla lemur trommurnar. 

Gefum Mugison orðið, „Eitt af áramótaheitunum var að spila oftar með hljómsveitinni, til hvers að vera með bestu hljómsveit í heimi ef hún spilar ekkert opinberlega? Það er náttúrulega bara rugl. Svo er ég búinn að semja slatta nýjum lögum á íslensku sem við þurfum að fá að spila fyrir ykkur sem allra allra fyrst, hananú. En ekki of mikið í einu 2-3 lög max á tónleikum 🙂 annars verður maður bara ringlaður.“

 

Miðasala á tix.is.