Krossgötur Vestfjarða

Nú stendur yfir í Félagsheimilinu í Bolungavík fundur Vestfjarðastofu sem nefnist Krossgötur. Fundurinn markar upphaf að vinnu við endurskoðun Sóknaráætlunar Vestfjarða fyrir 2020-2024.

Markmið fundarins er að vinna framtíðarsýn fyrir Vestfirði til lengri tíma og draga fram helstu áherslur og aðgerðir til næstu fimm ára.

Eins og sjá má af myndinni sem Jón Páll Hreinsson tók er fjölmenni á fundinum og  hugur í Vestfirðingum að sækja fram til bættra lífskjara á Vestfjörðum.

DEILA