Hjálmaverkefni Kiwanis og Eimskip

Nú undanfarna daga hafa félagar í Kiwanisklúbbnum Básar verið á ferðinni að afhenda börnum í fyrsta bekk Grunnskólanna á svæðinu hlífðarhjálma til eignar. Voru þetta er skólarnir í Ísafjarðarbæ ásamt Bolungarvík og Súðavík. Um er að ræða samstarfsverkefni Kiwanishreyfingarinnar og Eimskipafélagsins. Óhætt er að fullyrða að þetta verkefni hafi fallið í góðan jarðveg hjá börnunum. Jafnframt var ítrekað fyrir þeim mikilvægi þess að nota alltaf hlífðarbúnað þegar farið er að hjóla eða notuð önnur sambærileg tæki. Eins og sjá má voru þetta glaðir krakkar sem stilltu sér upp með hjálmana sína fyrir myndatöku en þessar myndir voru teknar á Ísafirði og Þingeyri.