Tvær meistaraprófsvarnir fara fram við Háskólasetur Vestfjarða á mánudaginn.
Míkróplast í fjörðum Svalbarða
Sú fyrri verður kl 9 árdegis og þar mun Madeleine Purver verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Í rannsókninni fjallar Madeleine um míkróplast í fjörðum Svalbarða og hvað um það verður. Nánari lýsingu má nálgast í útdrætti á ensku. Ritgerðin ber titilinn Understanding the occurrence and fate of microplastics in the Arctic fjords of Svalbard. Vörnin fer fram í Háskólasetrinu og er opin almenningi.
Leiðbeinendur eru dr. Pernilla Carlsson, vísindakona við NIVA, norsku vatnarannsóknarstofnunina og kennari í meistaranáminu í haf- og strandsvæðastjórnun. Prófdómari er dr. Halldór Pálmar Halldórsson, Forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum.
Áhrif dýpis á kynþroskaferli og gæði ígulkerja á Breiðafirði
Sú seinni verður kl 13 og þar mun Tasha Eileen O’Hara verja meistaraprófsritgerð sína í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Í rannsókninni er skoðað hvort dýpi hefur áhrif á kynþroskaferli, gæði hrogna og jafnframt hvort markaðshæf hrogn skollakopps ígulkerja finnist á meiri dýpt en á hefðbundnum veiðisvæðum í Breiðafirði. Nánari lýsingu má nálgast í útdrætti hér að neðan. Ritgerðin ber titilinn A depth-dependent assessment of annual variability in gonad index, reproductive cycle (gametogenesis), and roe quality of the green sea urchin (Strongylocentrotus droebachiensis) in Breiðafjörður, Iceland. Vörnin fer fram í Háskólasetrinu og er opin almenningi.
Leiðbeinendur eru dr. Guðrún Þórarinsdóttir, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun – Rannsókna- og ráðgjafarstofnun hafs og vatna. Prófdómari er Dr. Bree Witteveen frá Háskálanum í Alaska. Prófdómari er dr. James Kennedy, sérfræðingur við Hafrannsóknarstofnun, BioPol á Skagaströnd og kennari við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun.