Fiskeldisfrv. – minnihlutaálit ekki komið fram

Minnihluti atvinnuveganefndar Alþingis hefur ekki enn lagt fram álit sitt á frumvarpi Sjávarútvegsráðherra um breytingu á lögum um fiskeldi. Í frumvarpinu eru ákvæði um áhættumat erfðablöndunar, úthlutun eldissvæða, stjórnvaldssektir o.fl.

Það eru Samfylkingin, Píratar og Viðreisn sem ekki eru með á áliti meirihluta nefndarinnar, en meirihlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt með allmörgum breytingum.

Albertína Elíasdóttir, Samfylkingu sagði fyrir helgi að minnihlutaálit yrði lagt fram í byrjun vikunnar, en beðið væri átekta eftir því hvort meirihlutinn myndi leggja til frekari breytingar. Vestfirðingra, bæði frá laxeædirfyrirtækjunum og sveitarfélögum hafa lýst yfir áhyggjum af óljósum ákvæðum í frumvarpinu sem gætu torveldað uppbygginguna í laxeldinu.  Talsmaður meirihluta nefndarinnar Kolbeinn Óttarsson Proppe hefur ekki enn svarað fyrirspurnum Bæjarins besta um viðbrögð nefndarinnar við framkomnum athugasemdum.