Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 17 og 18

Grjótvarnargarður.

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 17 og 18 við vinnu Dýrafjarðarganga.

Í göngunum var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna. Lokastyrkingar byrjuðu við gegnumbrot og farið í áttina að Arnarfirði. Búið er að klára styrkingar í hægri vegg og er því verið að styrkja vinstri vegginn og síðan þekjuna á stöku stað.

Haldið var áfram með uppsteypu á sökklum í vegskálanum Dýrafjarðarmegin og byrjað að koma fyrir fyrstu mótunum fyrir skálann sjálfan.

Haldið var áfram með vegagerð í Dýrafirði m.a. skeringar ofan við veg og fór efnið í fláafleyga neðan við veg. Þó nokkuð af efni var einnig keyrt í veg sem mun tengjast veginum sem liggur inn fjörðinn. Grjótgarður sem liggur meðfram enda vegarins þar sem hann tengist núverandi vegi er því sem næst tilbúinn en enn á eftir að leggja nokkur ræsi í gegnum veginn á þeim kafla. Haldið var áfram með mölun á efni úr Nautahjalla sem verður notað í efri lög vegarins.

Uppsetningu á neðri hluta móta fyrir vegskálann í Dýrafirði.
DEILA