Bolvíkingurinn Helga Guðmundsdóttir 102 ára í dag

Helga Guðmundsdóttir, Bolungavík  er 102 ára í dag.

Helga er fædd 17. maí 1917 á Blesastöðum á Skeiðum. Þar ólst hún upp, ein 14 systkina sem náðu fullorðinsaldri en tvö systkini hennar létust í æsku.

Helga giftist Bolvíkingnum Gunnari Halldórssyni og flutti til Bolungarvíkur árið 1952. Þau eignuðust þrjú börn. Agnar búsettur í Mikla­bæ í Skagaf­irði, og Ósk, kenn­ari í Kópa­vogi. Lát­in er Krist­ín sem síðast var kenn­ari í Kefla­vík.

Eftir því sem best er vitað er Helga fyrsti Bolvíkingurinn sem nær 100 ára aldri.

Bæjarins besta óskar Helgu til hamingju með daginn.