Björgunaskipið Gísli Jóns kemur í dag til Ísafjarðar

Gísli Jóns við bryggju á Seyðisfirði. Mynd Helgi Haraldsson.

Hið nýja björgunarskip Ísfirðinga kemur í dag í heimahöfn. Lagt var af stað frá Noregi í síðustu viku og hefur siglingin gengið vel. Í gær kom  skipið til Seyðisfirði og lagði af stað þaðan eftir stutt stopp áleiðis til Ísafjarðar. Er áformað að vera að koma þangað í dag.

Frá því er sagt á ferðasíðu björgunarskipsins að í Færeyjum hafi þurft að gera við  smávægilegan smurolíuleka. „Þurfti að fá aðstoð úr landi og það á seinniparti á laugardegi. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti hinsvegar bara sjálfur, smíðaði nýtt smurolíurör og þverneitaði að lokum taka aur fyrir. Það má með sanni segja að Færeyingjar séu höfðingjar heim að sækja, það hafa þeir sýnt okkur Íslendingum í gegnum tíðina, bæði í stóru og smáu, nú síðast í dag.“

Frá Færeyjum.
DEILA