Hið nýja skip Björgunarfélags Ísafjarðar kom í morgun til hafnar. Sigldi það inn í höfnina í fylgd Gunnars Friðríkssonar. Höfðu skipin mæst við við strandstað Egils Rauða og siglt saman í átt að Sléttu þar sem Gísli var uppalinn.
Stýrimaður í heimferðinni var Ásgeir Guðbjartsson, barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar skipstjóra sem tók einnig þátt í björgunarafrekunum ásamt m.a. Guðmundi Halldórssyni sem sigldi með Gunnari F. nú í morgun.

Mynd: Marzellíus Sveinbjörnsson.