Súðavík: Samúel hætti við að hætta – nýr oddviti

Sveitarstjórnarfundur var í Súðavík í morgun. Á fundinum var tekið fyrir bréf Samúels Kristjánssonar um úrsögn úr sveitarstjórn. Samúel lýsti því þá yfir að hann væri hættur við að hætta og hann heldur því áfram í sveitarstjórninni.

Á fundinum var staðfestur ráðningarsamningur við Braga Þór Thoroddsen sem næsta sveitarstjóra og hefur hann störf 1. maí næstkomandi.

Samninguirnn var samþykktur með þremur atkvæðum Samúels Kristjánssonar, Elsu Borgarsdóttur og Karls Guðmundar Kjartanssonar, en Steinn Kjartansson og Elín Gylfadóttir sátu hjá.

Steinn Kjartanson, oddviti boðaði að haldinn yrði aukafundur þann 3. maí þar sem kosinn yrði nýr oddviti og einnig kosinn nýr varaoddviti, en Guðbjörg Bergmundsdóttir, varaoddviti   mun lata af störfum í sveitarstjórninni vegna búferlaflutninga.