Myndlistarsýning í Ráðhúsinu í Bolungavík í dag kl 18.

Velkomin á opnun sýningar!

Á skírdag, 18. apríl kl. 18 opna dyrnar að nýrri sýningu.

Anna Ingimars ljósmyndari sýnir verk sín í Ráðhússal Bolungarvíkur, að Aðalstræti 10-12. Til sýnis og jafnfram til sölu verða þrívíddar klippiverk sem Anna vinnur úr ljósmyndum sínum. Einnig verða sýndar aðrar ljósmyndir hennar sem vert er að kíkja á.
Kjörið tækifæri til að kynna sér hvað hún er að gera í ljósmyndun.

Opið föstudaginn langa, laugardag og páskadag frá kl. 17-20

Allir velkomnir🐥