Listasafn Ísafjarðar: Hvaða erindi á íslenskt landslag við umheiminn?

Laugardaginn 20. apríl heimsækir franski landslagsmálarinn Valerie Boyce Safnahúsið. Hún verður með erindi þar sem útskýrir hvers vegna hún hóf að mála íslenskt landslag fyrir 20 árum og hver boðskapur hennar er.

Einnig fjallar Valerie um mikilvægi landslagsmálverksins á okkar dögum og það sérstaka hlutverk sem íslenskt landslag hefur að hennar mati. Náttúra og tækni eru oft túlkuð í nútíma myndlist, innsetningum, vídeóverkum og ljósmyndum. Valerie ætlar að sýna að málverkið er einnig miðill sem nota má til túlkunar á landslagi til mótvægis við spennu og kvíða sem einkennir hinn net- og tölvuvædda heim. Á vissan hátt lítur á hún á sig sem fornan kínsverkan listmálara. Fyrir Kínverjum var landslagsmálun myndhverfing fyrir gildi, trú og tilfinningar hvers einstaklings.

Valerie mun útskýra þessa kenningu sína með dæmum úr listasögunni, hennar eigin verkum og tilvitnunum í verk rithöfunda sem skrifað hafa myndræna texta eins og Marcel Proust, Rainer Maria Rilke, Joseph Conrad og Kasuo Ishiguro.

Valerie Boyce nam myndlist við Beaux Arts School í Paris,  School of Visual Arts í New York. Hún hefur sýnt verk sín á Íslandi, í Hafnarborg, sýningarsal SÍM, Gallerí Fold, Studio Stafni og Kirsuberjatrénu.

Erindið verður flutt á ensku og hefst kl. 14.00. Allir velkomnir.

DEILA