Kristín Þorsteinsdóttir með sex gull í Englandi

Kristín Þorsteinsdóttir á sundi. Mynd: hsv.is

Frá því er greint á síðu Héraðssambands Vestfirðinga að sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir hafi um helgina tekið þátt í opna Evrópska sundmótinu fyrir einstaklinga með Downs heilkennið (European Downs Syndrome Open Svimming Competition 2019). Kristín sem æfir hjá íþróttafélaginu Ívari var skráð til keppni í sjö greinum. Árangurinn var glæsilegur en hún sigraði í sex greinum og varð einu sinni í öðru sæti.

Árangur hennar varð eftirfarandi:

Fyrri keppnisdagur:

50m bak – 46,95 – Silfur. Bæting – Nýtt Íslandsmet.
25m bak – 22,49 – Gull. Evrópumeistari DSSF.
50m skrið – 37,45 – Gull. Evrópumeistari DSSF.
25m flug – 20,13 – Gull. Evrópumeistari DSSF – Evrópumet í Master1 flokki – Heimsmet í Master 1 flokki.

Síðari keppnisdagur:

50m flug – 42,75. Gull – Evrópumeistari DSSF.
25m skrið – 18,47. Gull – Evrópumeistari DSSF. Evrópumet í Masters 1 flokki (25-34 ára).
100m skrið – 1.28,11. Gull – Evrópumeistari DSSF

Svala Sig þjálfari og Kristín.
DEILA