Hrygningarstofn þorsks hefur fjórfaldast

Hrygningarstofn Þorsks hefur vaxið úr 154 þúsund tonnum árið 1992 í 652 þúsund tonn í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Hafrannsóknarstofnun. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegsráðherra á Alþingi við fyrirspurnum Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Til samanburðar má nefna að hrygningarstofn þorsks er talinn hafa verið um 950 þús. tonn árið 1955.

að jafnaði sé talið 

Meginefni fyrirspurnanna var um árangur af hrygningarfriðun þorsks. Meðal annars var spurt  hvort rannsakað hafi verið  hvortt sá tími sem „hrygningarstoppið“ nær yfir sé hápunktur hrygningar þorsksins á þeim svæðum sem um ræðir og segir í svörum ráðherrans sem byggð eru á svörum frá Hafrannsóknarstofnun „að rannsóknir stofnunarinnar hafi sýnt fram á að hámark hrygningar sé í apríl og að jafnaði sé talið að hrygningarstoppið nái að mestu yfir það tímabil þegar hámark hrygningar á sér stað.“

Spurt var eftir rannsóknum til staðfestingar á árangri af samfelldu hrygningarstoppi frá 1992 og var fátt um svör. Í svari ráðherra segir: „Fram kemur í greinargerð Hafrannsóknastofnunar að erfitt sé að greina árangur af einstökum aðgerðum sem hafa verið í gangi samtímis, svo sem hrygningarstoppi, upptöku aflareglu og betri stjórn á veiðum almennt.“

Þá var spurt um líffræðilegu og fiskifræðilegu rökin fyrir því að banna veiðar með línu og
handfærum á tilteknum svæðum í „hrygningarstoppi og var því svarað af hálfu Gafrannsóknarstofnunarinnar þannig  að annsóknir hafi  „sýnt að truflun við hrygningu t.d. vegna veiðarfæra getur haft þau áhrif að þorskur fari af hrygningarslóð og snúi ekki þangað það árið. Af þeim sökum sem og því sem rakið er í inngangi telur stofnunin að alger friðun fyrir veiðum á hrygningarslóð auki líkur á að hrygning og klak heppnist vel.“

DEILA