Ferðaþjónustan vill virðisaukaskatt á þjónustu veiðihúsa

Frumvarp sjávarútvegsráðherra um heimild til þess að reglur um selveiðar svo sem að banna eða takmarka þær hefur orðið til þess að samtök ferðaþjónustunnar gerir kröfu um að gisti- og veitingastarfsemi sem rekin er í veiðihúsum verði virðisaukaskattskyld rétt eins og sambærileg  starfsemi á veitingarhúsum og hótelum.

Ástæðan er sú að ráðherrann leggur til að lögum um lax -g silungsveiði nr. 61/2006 verði breytt þannig að þar verði skotið inn nýju lagaákvæði sem heimilar ráðherra að  setja reglur um selveiðar, m.a. um skráningu selveiða og að banna eða takmarka selveiðar á íslensku forráðasvæði ef það er talið nauðsynlegt að mati Hafrannsóknastofnunar.

Samtök ferðaþjónustunnar gerir ekki athugasemd við þá tillögu, en notar tækifærið og vekur athygli á ójafnræði á ójafnræði sem leiðir af tilteknu ákvæði 37. gr. lax- og
silungsveiðilaga, nr. 61/2006.

Í því ákvæði er kveðið á um að það sé m.a.hlutverk veiðifélags að nýta eignir þess og ráðstafa þeim með sem arðbærustum hætti fyrir félagsmenn. Sérstaklega er tekið fram að veiðifélagi sé heimilt að ráðstafa eign í eigu þess til skyldrar starfsemi utan veiðitíma.

Samtök ferðaþjónustunnar segir í umsögn sinni að dæmi sé um að ráðstöfun veiðihúss til gisti- og veitingarekstrar hafi skekkt verulega samkeppnisstöðu annarra rekstraraðila gisti- og veitingarekstrar. Í raun sé því ójöfn samkeppnisaðstaða milli veiðifélaga og veitinga- og gistirekstur sem nemur virðisaukaskattinum. Sala veiðileyfa er undanþegin virðisaukaskatti  og það hefur verið látið ná yfir annan rekstur eins og þeim sem fylgir veiðihúsum, veitingasala og gisting.

Segir í umsögn samtaka ferðaþjónustunnar að „Gisti- og veitingarekstur í veiðihúsum fer fram í beinni samkeppni við annan gisti- og veitingarekstur. Afar brýnt er að samkeppnisaðilum sé með lögum búin sambærileg staða. Á það ekki síst víst á landsbyggðinni þar sem rekstrarforsendur gisti- og veitingastaða hafa átt
undir högg að sækja.“

Tillaga samtala ferðaþjónustunnar:

„SAF telja tímabært að staða veiðifélaga og ferðaþjónustufyrirtækja verði jöfnuð, einkum hvað viðkemur þeim hluta rekstrar þar sem samkeppni gætir. Því leyfa samtökin sér að fara fram á það við atvinnuveganefnd Alþingis að hún geri breytingar á frumvarpinu. Aðallega óska SAF eftir því að sala veiðileyfa verði gerð virðisaukaskattsskyld. Óskin er í góðu samræmi við stefnu stjórnvalda um einföldun virðisaukaskattskerfisins og breikkun skattstofns virðisaukaskatts. Til vara er óskað eftir því að nefndin geri veiðifélögum skylt að aðskilja rekstur veiðihúsa frá sölu  veiðileyfa, verðleggja afnot af veiðihúsum sérstaklega og gera sölu á afnotunum virðisaukaskattsskyld. Hið sama ætti að sjálfsögðu við um atvinnurekstur sem stundaður væri í veiðihúsum.“

Frumvarpið er enn til umfjöllunar í atvinnuveganefnd Alþingis.