Eldri borgarar vilja lækka fasteignagjöld á Ísafirði

Aðalfundur Félags eldri borgara Ísafirði og nágrenni, sem haldinn var 2.apríl 2019, skoraði á Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að nýta heimild í lögum og reglugerð um fasteignagjöld til þess að lækka eða fella þau niður á tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum.

Í lögunum segir  m.a. „Heimilt er sveitastjórn að lækka eða fella niður fasteignaskatt, sem tekjulitlum elli- og örorkulífeyrisþegum er gert að greiða“.

Með samþykkt aðalfundarins fylgdi svofelld greinargerð:

Í samanburðar skýrslu Byggðastofnunar um fasteignagjöld 2018 á landinu, er í öllum tilvikum stuðs við eign sem er 161,1 ferm. og lóð sem er 808 ferm.. Í þessum samanburði kemur m.a. fram að hækkun á fasteignamat milli ára 2017-2018 var um 11% á Ísafirði. Fasteignagjöldin eru að meðaltali tæplega 350 þús. og er hækkun milli ára tæp 10% og er Ísafjörður í fimmta sæti hvað varðar hækkun þessara gjalda. Fyrir ofan Vestmannaeyjar, Akureyri, Kópavog, Reykjavík Grafarholt og fleiri. Ísafjörður er í 10. sæti í hækkunum. Laun elli- og Örorkulífeyrisþega hafa ekki hækka þetta mikið.

DEILA