Dýrafjarðargöng – Framvinda í viku 16

Karlakórinn Ernir söng við athöfnina.

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 16 við vinnu Dýrafjarðarganga.

Miðvikudaginn 17. apríl sprengdi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra síðustu sprenginguna í Dýrafjarðargöngum að viðstöddu miklu fjölmenni. Greftri ganganna er því lokið og næsta sem tekur við er að taka niður lagnir og klára styrkingar í veggjum og á stöku stað í þekjunni. Vinna við lagnavinnu, sem verið hefur í gangi undanfarnar vikur, verður haldið áfram.

Í Dýrafirði var sem fyrr haldið áfram með vegagerð og haldið áfram með vegskálann og er nú búið að steypa 6 hluta af sökklum, samtals 72 m.

DEILA