Vísindaportið: Læsi og upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu í dreifðum byggðum

Gestur í Vísindaporti vikunnar föstudaginn 8. mars  er Elfa Svanhildur Hermannsdóttir. Mun hún í erindi sínu fjalla um Evrópuverkefni sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða fer með verkefnastjórn í. Í því er verið að skoða hvernig hægt er að mæta fullorðnu fólki sem hefur ekki mikla læsisfærni og færni í upplýsingatækni. Þá er sjónum sérstaklega beint að þeim sem eru innflytjendur; hvernig hægt er að ná til þeirra og mæta þeim þrátt fyrir að eiga heima í dreifðum byggðum.
Elfa Svanhildur Hermannsdóttir er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Flutti hún á Ísafjörð árið 2017 þegar hún var ráðin til fræðslumiðstöðvarinnar. Elfa er með mastersgráðu í verkefnastjórnun, framhaldsgráðu í stjórnun menntastofnana og sérkennslufræðum. Í grunninn er hún grunnskólakennari.
Vísindaportið fer fram í kaffistofu Háskólaseturs kl. 12:10-13 og eru allir velkomnir.
DEILA