Viðvörun – óveður á Vestfjörðum – huga að bátum og færð

Rétt um hádegið sendi Vegagerðin frá sér svohljóðandi veðurviðvörun:

Um norðvestanvert landið versnar veður umtalsvert síðdegis þegar vindröst  með SV stormi gengur á land. 20-25 m/s á fjallvegum Vestfjarða og á Þverárfjalli, en 17-20 á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði.  Mjög blint og mikið kóf. Sest fljótt í skafla.  Lægir seint í nótt.

Fyrir vegfarendum er brýnt að fara gætilega og huga að veðri og færð.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði vill einnig senda viðvörun til útgerðarmanna og umsjónamanna báta vegna veðurspárinnar, þar sem gert er ráð fyrir mjög hvössum vindi af suðvestri og talsverðum áhlaðanda eins og of verður í vestan og suðvestan áttum.  Eru eigendur beðnir um að huga vel að bátum sínum og treysta landfestar. Gert er ráð fyrir að veður verði gengið niður í fyrramálið.

DEILA