Vestri í sumarfrí

Fjölnir vann Vestra í þriðja leik liðanna í undanúrslitum 1. deildarinnar í körfuknattleik karla, en leikið var í gærkvöldi í Grafarvoginum. Fjölnir hefur þar með unnið viðureignina 3:0 og leikur um sæti í úrvaldeildinni er Vestri er úr leik.

Fjölnir tók forystuna strax í byrjun og leiddi í hálfleik með 16 stigum. Vestramenn hafa þrátt fyrir tapið staðið sig vel í vetur og hafa sýnt að þeir eru til þess líklegir næsta vetur að banka á dyrnar að úrvalsdeildinni.

Fjölnir-Vestri 91-75 (23-14, 22-15, 22-25, 24-21).

Fjölnir: Róbert Sigurðsson 21/8 stoðsendingar, Srdan Stojanovic 16, Andrés Kristleifsson 15/7 fráköst, Marques Oliver 15/11 fráköst/3 varin skot, Rafn Kristján Kristjánsson 10/5 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6/6 fráköst, Egill Agnar Októsson 6/4 fráköst, Daníel Bjarki Stefánsson 2, Hlynur Logi Ingólfsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Alexander Þór Hafþórsson 0, Davíð Guðmundsson 0.

Vestri: Nebojsa Knezevic 23/5 stoðsendingar, Jure Gunjina 15/5 fráköst, Nemanja Knezevic 12/16 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Adam Smári Ólafsson 7, Hilmir Hallgrímsson 5, Hugi Hallgrímsson 5, Guðmundur Auðun Gunnarsson 3, Ingimar Aron Baldursson 3, Gunnlaugur Gunnlaugsson 2, Daníel Wale Adeleye 0, Helgi Snær Bergsteinsson 0.

Dómarar: Gunnlaugur Briem, Sigurbaldur Frimannsson, Helgi Jónsson

 

DEILA