Vestfirðingar stýra atvinnuveganefnd Alþingis

Halla Signý, Albertína, Lilja Rafney og Birgitta.

Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþm og formaður atvinnuveganefndar Alþingis birtir skemmtilega mynd á síðu sinni.

Hún sýnir að fjórar vestfirskar konur stýra Atvinnuveganefnd Alþingis um þessar mundir. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Súgandafirði er formaður. Ísfirðingurinn Albertína Friðbjörg Elíasdóttir er 1. varaformaður, Önfirðingurinn og Bolvíkingurinn Halla Signý Kristjánsdóttir er 2.varaformaður og loks er Birgitta Kristjánsdóttir Bolvíkingur ritari nefndarinnar.

 

DEILA