Um skaðsemi flottrollsveiða á lífríki hafsins

Samkvæmt áralöngum rannsóknum finnska vísindamannsins Petri Suuronen hjá Norsku Hafrannsóknarstofnunni drepur flottroll með smugi fiska 10 til 15 falt það magn sem það veiðir og skilar að landi.

Eyjólfur Guðjónsson, skipstjóri á Ísleifi VE-63, hefur áratuga reynslu af uppsjávarveiðum segir í viðtali við Morgunblaðið í dag 27. mars 2019.

Tilv: „Eyjólfur segir ástandið skelfilegt því það sé ekki í neitt annað að fara. Hann telji að loðnustofninum hafi hnignað eftir að byrjað var að nota flottroll við loðnuveiðar. Við höfum dæmið frá 2017 þegar við fórum ekki af stað fyrr en eftir verkfall. Þá gekk loðnan eins og í gamla daga, enginn búinn að trolla í henni“. Tilv lýkur.

Það er löngu ljóst að flottroll splundrar fiskitorfum og ruglar göngumynstur þeirra. Flottroll drepur auk þess sem meðafla mikið magn af bolfiski og seiðum ýmisa fiskitegunda  sem síðan er brætt í mjöl og lýsi til skepnufóðurs.

Hrun hörpudisksstofnsins við Ísland má líklega rekja til flottrollsveiða á loðnu.

Hörpudiskurinn lifir á svifþörungum og smáum lífrænum ögnum sem berast með straumum nálægt sjávarbotninum. Hann heldur sig mest á hörðum botni á 15-80 m dýpi, einkum þar sem straumar bera að gnótt næringarefna.

Grænþörungar og plöntur geyma forðanæringu á formi sterkju í frumu-líffærum sem nefnast plastíð. Þetta eru einu hópar lífvera sem gera það.

Eftir að farið var að veiða loðnu í gríðarlegu magni og þá einkum í flottroll hefur varla komið loðna inn á Breiðafjörð til hryggningar.

Hún hefur verið drepin og torfunum splundrað. Grænþörungur sem er aðalfæða hörpudisksins nærist aðalega á næringarsúpu úr rotnandi loðnu sem verður til við það er loðna hryggnir og deyr.

Níels A. Ársælsson skipstjóri
Tálknafirði

DEILA