Ukulele námskeið og Tónleikar

Vikuna 18. – 23. mars nk. mun Svavar Knútur Kristinsson halda námskeið í Ukuleleleik í samstarfi við Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar.

Námskeiðið er ætlað börnum og fullorðnum frá 9 ára aldri. Gert er ráð fyrir 10 í hópi og ef foreldrar vilja koma með börnum sínum er það velkomið. Þetta verða 3x tveggja tíma tíma námskeið (15 mínútna hlé í hvert skipti)

mánudaginn 18. mars 17:00 til 19:00
miðvikudaginn 20. mars 17:00 til 19:00
föstudaginn 22. mars.  17:00 til 19:00

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur læri helstu grundvallaratriði í ukuleleleik, nokkur grip og lög sem gripin nýtast vel í að spila.

Svavar Knútur getur útvegað byrjendaukulele á 10 þúsund krónur.

Námskeiðið kostar 10.000

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda tölvupóst á listaskoli@edinborg.is.

DEILA