Þorsteinn Goði og Guðmundur Kristinn til Abu Dabi í dag.

Frá íþróttafélaginu Ívari: Þorsteinn Goði og Guðmundur Kristinn halda af stað áleiðis til Abu Dabi í dag.

Þar munu þeir taka þátt í heimsleikum Special Olympics sem haldnir verða dagana 14. til 21. mars.  Dagana 8. til 11. mars munu þátttakendur frá  Íslandi dvelja í vinabæ Íslands, Fujarirah.

Þeir félagar Þorsteinn Goði og Guðmundur Kristinn keppa í „unified“ badminton þar sem fatlaður og ófatlaður keppa saman í liði.  En auk þess mun Þorsteinn Goði keppa í einstaklingskeppni.   Með þeim í för er þjálfari þeirra Jónas L. Sigursteinsson.

Heimsleikarnir verða stærsti íþróttaviðburður heims 2019 en þar verða 7.000 keppendur frá 192 þjóðum að taka þátt í 24 íþróttagreinum.  38. íslenskir keppendur  taka þátt í tíu greinum sem eru badminton, boccia, frjálsum íþróttum, áhaldafimleikum, golfi, keilu, knattspyrnu, sundi og í fyrsta skipti á Ísland fulltrúa í nútímafimleikum og lyftingum kvenna.

Íþróttafélagð Ívar þakkar öllum sem styrktu þá  til ferðarinnar og bendir á að þeir sem vilja fylgjast með þeim í þessu ævintýri gera fylgt þeim á Instagram slóðinni, itr-ivar-abu-dhabi.

Íþróttafélagið Ívar er innan Hérðassambands Vestfjarða.Formaður er Harpa Björnsdóttir, Ísafirði.

DEILA